• Vinaminni (5)
 • Laufßs (5)
 • Rafst÷­in (5)
 • Vatnsdalur (5)

FrÚttir


 •  Tónleikar með Davíð, Árný og Sigga í Vinaminni laugardagskvöldi&et...
  meira
 • Menning fyrir miðnættiSólveig Unnur Ragnarsdóttir sóp...
  meira
 •  ...
  meira

Vinaminni kaffih˙s

Vinaminni kaffihús opnaði á goslokahátíð 3 júlí 2010.

Vinaminni kaffihús er safn heimilda um byggðina sem fór undir hraunið í eldgosinu sem hófst á Heimaey þann 23 janúar 1973. Síðasta goshrinan stóð yfir í aðeins nokkrar mínútur þann 26 júní. Almannavarnarnefnd tilkynnti þann 3 júlí 1973 að eldgosinu væri lokið.
 
Vinaminni kaffihús er nefnt eftir einu af þeim húsum er fóru undir hraunið.
Vinaminni stóð við Urðaveg 5. Nafnið segir allt um tilgang kaffihússins,
Kaffihúsið er minnisvarði um horfin hús, götur og örnefni, einnig um það mannlíf sem einkenndi austurbæinn, byggðina undir hrauninu.
Helga Jónsdóttir einn af eigendum Vinaminnis hefur safnað myndum og sögum frá íbúum er áttu heima á þessu svæði fyrir gos. Í dag má sjá brot af þessari heimildasöfnun, hvert borð í Vinaminni kaffihúsi hefur sína sögu, hluti af borðbúnaði er merktur húsum sem fóru undir hraunið og eiga fleiri hús eftir að vera “gefin út” með þessum hætti.
Þá er hægt að kaupa minjagripi tengda þessum húsum og verður bætt við útgáfu minjagripa ár hvert og vert að byrja söfnun strax og vera með frá upphafi.
Hlaut verkefnið styrk frá menningarráði suðurlands fyrir einstaka framsetningu og frumleika í menningartengdri ferðaþjónustu.
 
Vinaminni kaffihús er í samstarfi við Kaffitár og Arnór bakara
Kaffið er keypt nýmalað í hverri viku frá Kaffitár, þá er starfsfólk okkar þjálfað af kaffiþjónum Kaffitárs eru því kaffidrykkir okkar lagaðir eftir þeirra aðferðum og uppskriftum. Arnór bakari sér um allt meðlæti, brauð og kökur eru því ferskleiki og gæði tryggð.
 
Vinaminni kaffihús
Eigendur hafa um nokkurar ára skeið haft mikinn áhuga á heilsufæði og öðru grænmetisfæði. Á matseðlinum eru smáréttir og heilsuréttir ásamt, kaffi, tertum og brauði. 
Má sérstaklega nefna skyndibitann s.s. hamborgara og pítur,  þar eru brauðin úr 100% spelti og súrdeigshefuð.   Flatbökurnar (pizzur) okkar hafa fengið mjög góða dóma, flatbökubotnarnir eru einnig 100% spelti,  sósan er gerð frá grunni hér í Vinaminni, engin viðbætt efni eða sykur.  
 
Vínveitingar.
Höfum gott úrval af öllum drykkjarföngum bæði frá Ölgerðinni og Vífilfelli.