• Vinaminni (5)
 • Laufßs (5)
 • Rafst÷­in (5)
 • Vatnsdalur (5)

FrÚttir


 •  Tónleikar með Davíð, Árný og Sigga í Vinaminni laugardagskvöldi&et...
  meira
 • Menning fyrir miðnættiSólveig Unnur Ragnarsdóttir sóp...
  meira
 •  ...
  meira

Bygg­in undir hrauninu

Þegar eldgosið hófst á Heimaey 23 janúar 1973 horfði ég með óhug hvernig hraunið lagðist yfir austurhluta eyjunnar, uppáhalds leiksvæðin mín frá bernsku, göturnar og húsin hurfu í glóandi hraunið, þegar yfir lauk höfðu um 300 hús farið undir ösku og hraun. Árin liðu og minningin um byggðina undir hrauninu varð sterkari, ekki leið sá dagur að minningin ein bæri mig gegnum hraunvegginn og í hugarflugi fer ég yfir austurbæinn, skýst í stutta heimsókn til þríburanna á Hvoli eða heimsæki Erlu frænku í Brautarholti, í minningunni er eilíft sumar og sálin syngur “yndislega eyjan mín”. Árið 1999 þá hóf ég heimildasöfnun á sögum og myndum, ég vildi búa til minnisvarða um þá byggð sem afkomendur okkar fengju aldrei að sjá, sagan, örnefnin, götur, hús og mannlíf frá þessum slóðum og tíma máttu aldrei falla í gleymsku. Ég var ákveðin í því að ég myndi opna kaffihús þar sem alla vegana brot af þeim heimildum yrðu almenningi aðgengilegar, hvar er betra en að setjast niður með kaffibolla og “lesa” borðin og skoða myndirnar. En í millitíðinni var töluvert af heimildasöfnun minni komið í tölvutækt form og fékk ég aðstoð frá Vestmannaeyjabæ til að setja þessar heimildir inná sérstaka vefsíðu á heimaslóð.is Þessi vefsíða á langt í land ennþá þar sem verkefnið er einni manneskju ofviða og er draumur minn sá að þessari heimildarsöfnun yrði haldið áfram, yrði eitt af valfögum í framhaldsskólanum og í framhaldi af því fengju viðkomandi nemendur sumarvinnu hjá Vestmannaeyjabæ þar sem vinnu vetrarins væri komið inná vefsíðuna. Það þarf að fara vinna hratt, því fer fækkandi fólkinu sem getur gefið okkur sögur og staðfest kennileyti og myndir.
 
En hér er slóðin af byggðinni undir hrauninu.
 

Helga Jónsdóttir frá Húsavík við Urðaveg 28